Er vinnustofan mín (Dóra Sigtryggs) þar sem ég fæ útrás fyrir sköpunargleðina og vinna úr amstri dagsins. Hlutverk vinnustofunnar er að njóta og nýta, njóta þess að vera til og nýta það sem höndum ber. Hér er því ekki tekið við pöntunum, heldur er það til sem er til á þeim tíma sem það er til. Einnig er hugmyndin að halda námskeið en þau verða auglýst á Instagram.
Vinnustofan verður staðsett í skúrnum heima hjá mér að Efstahrauni 13 í Grindavík, en stefnt er að opnunin fari fram á Sjómannasunnudaginn 2024.